fim 16. september 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu frábæra aukaspyrnu Chechu og rauða spjaldið
Fagnað fyrr í sumar.
Fagnað fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann í gær Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og mætir Vestri liði Víkings í undanúrslitum keppninnar.

Liðið lenti undir gegn Val á heimavelli í gær eftir mark frá Tryggva Hrafni Haraldssyni en frábært aukaspyrnu mark Chechu Meneses jafnaði leikinn fyrir heimamaenn.

Það var svo Martin Montipo sem skoraði sigurmarkið eftir rúmlega klukkutíma leik.

Undir lok leiks fékk Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, rautt spjald fyrir að slá til Elmars Atla Garðarssonar, fyrirliða Vestra.

„Patrick fékk bolt­ann úti við hliðarlín­una. Ég ætlaði að brjóta á hon­um til að stöðva sóknina hjá þeim. Ég viður­kenni það al­veg. En svo snéri hann sér við og sló til mín," sagði Elmar við mbl.is.

Mörkin úr leiknum og rauða spjaldið má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner