Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 16. september 2021 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn City við Guardiola: Haltu þig við þjálfun
Ummæli Guardiola voru honum ekki til framdráttar að sögn Kevin Parker, formanns stuðningsmannafélags Manchester City
Ummæli Guardiola voru honum ekki til framdráttar að sögn Kevin Parker, formanns stuðningsmannafélags Manchester City
Mynd: EPA
Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vakti ekki mikla lukku hjá stuðningsmönnum félagsins þegar hann kallaði eftir betri mætingu á Etihad-leikvanginn eftir sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær.

Guardiola var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna í 6-3 sigrinum í gær og kallaði eftir betri mætingu um helgina í ensku úrvalsdeildinni.

Kevin Parker, formaður stuðningsmannafélags Man City, brást illa við og var ekki ánægður með ummæli stjórans.

„Það sem hann sagði kom mér á óvart. Ég er ekki viss hvernig þetta hefur eitthvað með hann að gera. Hann skilur ekki þá erfiðleika sem sumt fólk á með að komast á Etihad á miðvikudagskvöldi," sagði Parker.

„Þetta fólk er með börn til að hugsa um og hafa mögulega ekki efni á því. Það er líka enn Covid í samfélaginu. Ég skil ekki af hverju hann er að tjá sig."

„Hann er klárlega besti þjálfari heims og ég ætla að reyna að orða þetta á sem vingjarnlegasta máta sem hægt er, en kannski ætti hann bara að halda sig við þjálfun.

„Þetta setur svartan blett á annars gott kvöld. Fólk er meira að tala um ummæli Pep heldur enn frábæran leik liðsins. Það að efast stuðninginn, sem er nákvæmlega það sem hann er að gera, eru hrein vonbrigði og óþarfi,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner