Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 16. september 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin hefst á morgun - Spenna fyrir nýja fyrirkomulaginu
Kylian Mbappe er mættur til Real Madrid.
Kylian Mbappe er mættur til Real Madrid.
Mynd: EPA
Mynd: Samsett
Meistaradeild Evrópu fer af stað á morgun og verður spilað á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Eins og flestir vita hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag og er spenna fyrir því hvernig það kemur út.

Riðlakeppnin hefur verið lögð af og deildarkeppni kemur í staðinn. Liðin 36 raða sér á eina stóra stöðutöflu þar sem hvert lið mun leika átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum úr mismunandi styrkleikaflokkum.

Efstu átta liðin í þessari nýju deild tryggja sér beint sæti í 16-liða úrslitum en liðin í sætum 9-24 fara í umspil þar sem leikið verður heima og að heiman.

Frá og með 16-liða úrslitum er hefðbundið fyrirkomulag.

þriðjudagur 17. september
16:45 Juventus - PSV
16:45 Young Boys - Aston Villa
19:00 Bayern - Dinamo Zagreb
19:00 Milan - Liverpool
19:00 Sporting - Lille
19:00 Real Madrid - Stuttgart

miðvikudagur 18. september
16:45 Bologna - Shakhtar D
16:45 Sparta Prag - Salzburg
19:00 Celtic - Slovan
19:00 Club Brugge - Dortmund
19:00 Man City - Inter
19:00 PSG - Girona

fimmtudagur 19. september
16:45 Rauða stjarnan - Benfica
16:45 Feyenoord - Leverkusen
19:00 Atalanta - Arsenal
19:00 Atletico Madrid - RB Leipzig
19:00 Brest - Sturm
19:00 Mónakó - Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner