Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   mið 16. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ramos: EM-sætið tileinkað Luis Enrique
Sergio Ramos, fyrirliði spænska landsliðsins, tileinkaði Luis Enrique sætið á EM.

Rodrigo gerði jöfnunarmark Spánverja gegn Svíum í undankeppni Evrópumótsins í gær en það þýðir það að Spánn er með öruggt sæti á EM á næsta ári.

Luis Enrique tók við þjálfun spænska landsliðsins síðasta sumar en hætti með landsliðið í sumar eftir að dóttir hans lést eftir baráttu við krabbamein.

Ramos og Roberto Moreno, þjálfari spænska landsliðsins, tileinkuðu Luis Enrique sætið á EM.

„Þessi árangur er tileinkaður Luis Enrique og fjölskyldu hans," sagði Moreno á meðan Ramos birti mynd á Instagram.


Athugasemdir