Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 16. október 2021 18:30
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur í leikslok þegar Víkingar tryggðu sér Mjólkurbikarinn með 3-0 sigri á ÍA á Laugardalsvelli.

Víkingar enda tímabilið sem tvöfaldir meistarar en Íslandsmeistaratitilinn kom í hús í fyrir tveimur vikum. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Hún bara geggjuð. Þetta er ótrúlega góður vani að vinna málm. Við erum búnir að vinna svo mikið fyrir þessu í vetur og allt sumar og allt dottið með okkur. Þvílíkur endir á ferli þessa tveggja meistara, Kára og Sölva. Þetta er bara lyginni líkast ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Arnar.

Árangurinn hjá Víkingi hefur verið ótrúlegur síðan Arnar tók við liðinu. Þrír stórir titlar og því eðlilegt að þjálfarinn fái jákvæða athygli. Hefur Arnar áhuga á því að þjálfa erlendis ef tilboð kemur?

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn. Líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að klúbburinn sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner