Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 16. október 2021 18:30
Þorgeir Leó Gunnarsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlega góður vani að vinna málm
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur í leikslok þegar Víkingar tryggðu sér Mjólkurbikarinn með 3-0 sigri á ÍA á Laugardalsvelli.

Víkingar enda tímabilið sem tvöfaldir meistarar en Íslandsmeistaratitilinn kom í hús í fyrir tveimur vikum. Hvernig er tilfinningin?

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

„Hún bara geggjuð. Þetta er ótrúlega góður vani að vinna málm. Við erum búnir að vinna svo mikið fyrir þessu í vetur og allt sumar og allt dottið með okkur. Þvílíkur endir á ferli þessa tveggja meistara, Kára og Sölva. Þetta er bara lyginni líkast ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Arnar.

Árangurinn hjá Víkingi hefur verið ótrúlegur síðan Arnar tók við liðinu. Þrír stórir titlar og því eðlilegt að þjálfarinn fái jákvæða athygli. Hefur Arnar áhuga á því að þjálfa erlendis ef tilboð kemur?

„Maður hefur auðvitað mikinn metnað. Ég er samt rosa slakur núna einhvern veginn. Líður vel í Víkinni og það er fullt eftir að gera. Erfitt að verja titil og svo er Evrópukeppni á næsta ári. Maður vill sjá til þess að klúbburinn sé í toppmálum fyrir næstu tímabil. Auðvitað hef ég metnað til að fara erlendis en ég er alveg silkislakur yfir því eins og staðan er í dag."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner