Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 16. október 2021 13:47
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Það er enginn betri en Mo Salah
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti varla lýsingarorð til að lýsa egypska sóknarmanninum Mohamed Salah eftir frammistöðu hans í 5-0 sigrinum á Watford í dag.

Salah er líklega í besta formi lífs síns í augnablikinu en hann á hverja góðu frammistöðuna á eftir annarri.

Hann lagði upp fyrsta markið í dag fyrir Sadio Mane, með laglegri utanfótarsendingu áður en hann gerði fjórða mark liðsins eftir að hafa fíflað varnarmenn Watford í teignum.

Klopp var virkilega hrifinn af frammistöðu Salah og hrósaði honum í hástert eftir leik.

„Þetta er gott. Það er ekki hægt að segja annað. Eftir landsleikjatörnina þá er oft erfitt að finna taktinn af því leikmenn hafa verið að spila önnur kerfi, en strákarnir voru góðir þrátt fyrir að hafa bara tekið eina æfingu. Watford var með ákveðnar hugmyndir en við leyfðum þeim ekki að spila. Mörkin voru geggjuð og það var góð orka, karakter og gott viðhorf."

„Frammistaðan hans var rosaleg í dag. Sendingin að fyrsta markinu var frábær og svo markið hans sérstakt. Hann er toppurinn og við sjáum það öll. Hver er betri en hann? Við þurfum ekki að tala um það sem Messi og Ronaldo hafa gert fyrir fótboltann. Akkúrat núna er Mo Salah bestur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner