Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. nóvember 2018 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Svava Rós og Þórdís Hrönn í Kristianstad (Staðfest)
Svava Rós Guðmundsdóttir er komin til Kristianstad
Svava Rós Guðmundsdóttir er komin til Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska liðsins Kristianstad, hefur fengið tvo íslenska leikmenn fyrir komandi átök í Svíþjóð en Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eru búnar að semja við félagið.

Svava Rós er 23 ára gömul landsliðskona og kom frá norska liðinu Röa en hún gerði frábæra hluti með norska liðinu í sumar þar sem hún var næst markahæst í úrvalsdeildinni með 14 mörk.

Hún staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að hún væri nú þegar búin að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad en eins og áður kom fram er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins.

Þórdís Hrönn er þá einnig komin til félagsins en hún er 25 ára gömul og spilaði lykilhlutverk í liði Stjörnunnar á nýafstöðnu tímabili. Hún hefur verið að glíma við meiðsli síðustu ár en virðist nú vera komin í góðan gír.

Svava á 12 landsleiki að baki en Þórdís hefur leikið fyrir öll yngri landsliðin.

Sif Atladóttir leikur með Kristianstad og hefur gert frá árinu 2011 en Elísabet hefur þjálfað liðið frá 2009.
Athugasemdir
banner
banner