Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. janúar 2020 12:59
Elvar Geir Magnússon
Birkir skrifar kannski ekki undir í dag því forsetinn þolir ekki 17
Massimo Cellino.
Massimo Cellino.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason kom brosandi úr læknisskoðun hjá Brescia í morgun en allt stefnir í að hann geri samning við félagið út tímabilið með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu.

Ítalskir fjölmiðlar telja mögulegt að Birkir muni ekki skrifa undir samninginn í dag þar sem forseti félagsins, Massimo Cellino, er hjátrúarfullur og lítur á töluna 17 sem óhappatölu. Í dag er jú 17. janúar.

Cellino lét meðal annars taka út sæti 17 á heimavelli Cagliari þegar hann var stjórnarformaður þar og breytti í 16B. Þá hætti Leeds United að nota treyju númer 17 þegar hann var eigandi félagsins.

Hjá Brescia verður Birkir samherji sóknarmannsins skrautlega Mario Balotelli en liðið er í 19. sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner