Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski Ofurbikarinn: Messi rekinn út af í tapi í úrslitum
Messi niðurlútur.
Messi niðurlútur.
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 3 Athletic
1-0 Antoine Griezmann ('40 )
1-1 Oscar de Marcos ('42 )
2-1 Antoine Griezmann ('77 )
2-2 Asier Villalibre ('90 )
2-3 Inaki Williams ('94 )
Rautt spjald: Lionel Andres Messi, Barcelona ('120)

Argentíska stórstjarnan Lionel Messi fékk að líta rauða spjaldið þegar Barcelona tapaði fyrir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í kvöld.

Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu en forysta Börsunga entist ekki lengi því Oscar de Marcos jafnaði metin á 42. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en á 77. mínútu var Griezmann aftur á ferðinni fyrir Barcelona. Það leit út fyrir að vera sigurmarkið, en Asier Villalibre jafnaði aftur metin fyrir Bilbao í uppbótartímanum.

Það þurfti að framlengja og í framlengingunni tók Bilbao í fyrsta sinn forystuna. Á fjórðu mínútu framlengingunni skoraði Inaki Williams með glæsilegu skoti sem Marc Andre ter Stegen átti engan möguleika á að verja.

Á lokamínútunum var Messi svo rekinn af velli fyrir að slá til andstæðings. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Bilbao vann þennan leik og tekur því þennan titil. Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao vinnur spænska Ofurbikarinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner