Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 17. janúar 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Potter: Ég er ákaflega ánægður hérna
Graham Potter, stjóri Brighton.
Graham Potter, stjóri Brighton.
Mynd: EPA
Brighton, sem er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Evrópumeisturum Chelsea annað kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í desember þegar Danny Welbeck kom af bekknum og skoraði dramatískt jöfnunarmark.

„Við tókum stig og vorum afskaplega ánægðir með frammistöðu okkar á Stamford Bridge. Chelsea er eitt besta lið heims. Þetta er ein erfiðasta áskorunin í boltanum en við erum spenntir fyrir leiknum," segir Graham Potter stjóri Brighton.

Hann reiknar með rólegum janúarglugga hjá sínu félagi.

„Maður er alltaf á tánum í janúarglugganum en það er engin örvænting hjá okkur. Mitt starf er að einbeita mér að leikjunum og hjálpa þeim leikmönnum sem við erum með. Ég sé ekki að neinn bætist við en maður útilokar ekkert."

Brighton verður án Shane Duffy sem er meiddur á ökkla og þá er Lewis Dunk ekki alveg klár í slaginn og spilar ekki. Adam Lallana spilar líklega ekki vegna meiðsla aftan í læri.

Graham Potter er einn af þeim sem hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Everton.

„Það eru ekki gleðifréttir þegar einhver missir starfið sitt. Rafael Benítez virkaði á mig sem sannur herramaður og ég óska honum alls hins besta. Ég get ekki tjáð mig um vangaveltur. Ég er ákaflega ánægður hérna, þetta er eitt best rekna félag úrvalsdeildarinnar," segir Potter.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner