Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. mars 2020 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Obi Mikel hættur í Trabzonspor (Staðfest)
John Obi Mikel.
John Obi Mikel.
Mynd: Getty Images
Nígeríski miðjumaðurinn John Obi Mikel hefur ákveðið að segja skilið við Trabzonspor í Tyrklandi. Hann var ósáttur við það að tímabilinu þar í landi skyldi ekki vera frestað.

Flestum deildum Evrópu hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar, en áfram er spilað í Tyrklandi. Það var hinn 33 ára gamli Obi Mikel mjög ósáttur við.

Obi Mikel, sem skrifaði undir tveggja ára samning við Trabzonspor síðasta sumar, leið ekki vel með að spila áfram og hefur ákveðið að yfirgefa félagið.

„Það eru hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti. Mér finnst óþægilegt að vera neyddur til að spila í þessu ástandi," sagði Mikel á samfélagsmiðlum um síðustu helgi.

Hann komst að sameiginlegri niðurstöðu með Trabzonspor og mun Obi Mikel, sem lék eitt sinn fyrir Chelsea, ekki fá samninginn sinn greiddan.

Trabzonspor er á toppi tyrknesku úrvalsdeildarinnar, með jafnmörg stig og Istanbul Basaksehir, þegar átta umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner