mið 17. mars 2021 13:01
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur Íslands: Gylfi og Jóhann Berg með
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi og Aron eru á sínum stað.
Gylfi og Aron eru á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti nú rétt í þessu sinn fyrsta landsliðshóp en um er að ræða hópinn fyrir komandi leiki gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM.

Um er að ræða 25 manna leikmannahóp og þar eru mjög margir reynslumiklir leikmenn.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir valdir en óttast hafði verið að ferðatakmarkanir í Englandi gætu gert þeim erfitt fyrir að taka þátt. Gylfi hefur einnig verið að glíma við meiðsli en virðist vera klár í slaginn.

Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í hópnum en þeir verða því ekki með U21 landsliðinu í lokakeppni EM í Ungverjalandi.

Þrír leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í hópnum en það eru reynsluboltarnir Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson og Kári Árnason.

Alfreð Finnbogason er ekki í hópnum vegna meiðsla og Viðar Örn Kjartansson er heldur ekki með. Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn síðan í síðasta verkefni í nóvember. Björn Bergmann er valinn í fyrsta skipti í hópinn í tvö ár.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiakos | 17 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk
Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir
Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva | 34 leikir, 2 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk
Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva | 11 leikir, 1 mark

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Gautaborg | 60 leikir, 26 mörk
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk
Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk
Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 A: Liechtenstein - Ísland


Athugasemdir
banner
banner
banner