Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besiktas vann tyrknesku deildina á einu marki
Besiktas hafði betur gegn Galatasaray í titilbaráttunni.
Besiktas hafði betur gegn Galatasaray í titilbaráttunni.
Mynd: EPA
Tyrknesku úrvalsdeildinni lauk um helgina en það var spenna alveg fram á síðustu mínútu.

Að lokum hafði Besiktas betur í titilbaráttunni gegn Galatasaray og Fenerbahce.

Besiktas hafði tapað tveimur fyrir lokaumferðina og var með jafnmörg stig og Galatasaray fyrir hana. Galatasaray endaði tímabilið af miklum krafti og vann 3-1 sigur á Yeni Malatyaspor í lokaleiknum.

Á sama tíma vann Besiktas hins vegar 1-2 útisigur á Göztepe. Þar skoraði Rachid Ghezzal, fyrrum leikmaður Leicester, sigurmarkið úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Það var markið sem tryggði Besiktas sigurinn í deildinni.

Besiktas og Galatasaray enduðu með jafnmörg stig en Besiktas vann á markatölunni. Það munaði aðeins einu marki á liðunum tveimur þegar kom að markatölu. Fenerbahce var svo tveimur stigum á eftir. Það munaði því alls ekki miklu í þessari baráttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner