Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America í dag - Brasilía mætir Perú á miðnætti
Hressir stuðningsmenn Kólumbíu.
Hressir stuðningsmenn Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í Copa America, Suður-Ameríkubikarnum, þennan ágæta fimmtudag.

Klukkan 21:00 að íslenskum tíma verður flautað til leiks í Brasilíu, í leik Kólumbíu og Venesúela. Heimamenn taka svo á móti Perú á miðnætti.

Fyrir leiki kvöldsins er Kólumbía með þrjú stig eftir góðan sigur gegn Ekvador í fyrsta leik. Venesúela tapaði 3-0 fyrir Brasilíu í fyrsta leik sínum. Fyrir þann leik kom upp hópsmit í liði Venesúela og eru sterkir póstar enn fjarverandi fyrir leikinn í kvöld.

Á Copa America eru tveir tíu liða riðlar og fara átta lið af þeim tíu áfram í næstu umferð.

fimmtudagur 17. júní

COPA AMERICA: Group B
21:00 Kólumbía - Venezuela
00:00 Brasilía - Perú
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner