Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 17. júlí 2013 20:02
Brynjar Ingi Erluson
EM kvenna - Dagný Brynjarsdóttir: Draumi líkast að ná þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var enn að ná sér niður eftir 1-0 sigur á Hollendingum í dag, en íslenska liðið komst í fyrsta skiptið í 8-liða úrslit Evrópumótsins.

,,Þetta er frábært, þetta var okkar markmið og draumi líkast að ná þessu. Þær eru með ótrúlega hraða framlínu og það var þeirra styrkleiki og við vissum ef við myndum vera þéttar og liggja til baka þá myndi ekkert koma úr þeirra mönnum og við náðum að loka á það í dag," sagði Dagný.

,,Ég held að ég muni ekki eftir einni skyndisókn hjá þeim í dag, þannig ég held að gameplanið hafi virkað í dag. Ég held að við hefðum getað skorað fleiri mörk, en eitt mark er nóg í dag og við erum sáttar með það."

,,Það er frábært og þetta var frábær sending frá Hallberu og gaman að geta skorað úr því."


Dagný meiddist á móti Þýskalandi og var tæp fyrir leikinn, en hún náði ótrúlegum bata og þakkar sjúkraþjálfurunum fyrir.

,,Kannski eftir á var smá spurning, en svo bara lagaðist ég alltaf rosalega mikið með hverjum deginum og hverjum klukkutímanum. Við erum með frábæra sjúkraþjálfara og ég held að þeir eigi svolítið heiðurinn að því að ég sé að spila hérna."

,,Svipað sterk lið, en það er gaman að fá Svíþjóð. Norðurlandaþjóð og með fullt af áhorfendum og svaka stemmning í því. Ég veit það ekki, mér er sama, en gaman fyrir stelpurnar sem spila hérna í Svíþjóð að mæta samherjum sínum í deildinni."


SigurWin mætti með liðinu í dag og fékk að snerta grasið, stelpurnar þakka honum fyrir hans stuðning. Hann er lukkudýr liðsins.

,,Við gleymdum honum í seinustu tveimur leikjum, en tókum hann með í dag og það virkaði, hann er greinilega happa," sagði hún að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner