Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 23:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær á leið í KA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir Snær Ingason er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í KA. Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sagði frá félagaskiptunum á X í kvöld og talar þar um risasamning á íslenskan mælikvarða. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er um lánssamning að ræða og Orri Rafn Sigurðarson segir frá því sama á sínum X reikningi.

Birnir kemur frá sænska liðinu Halmstad þar sem hefur lítið fengið að spila síðustu mánuði.

Birnir er 28 ára sóknarsinnaður leikmaður sem var besti leikmaður Bestu deildarinnar tímabilið 2023, varð þá Íslands- og bikarmeistari með Víkingi.

Birnir gæti náð leik KA gegn ÍA á laugardag og í kjölfarið á KA svo leik gegn Silkeborg í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Birnir er samningsbundinn sænska félaginu út tímabilið 2026.
Athugasemdir
banner