Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. ágúst 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samningaviðræður Liverpool við Keita ganga illa
Mynd: Getty Images

Naby Keita á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool en ferillinn hans hjá enska félaginu hefur ekki náð flugi.


Einhverjir erlendir miðlar segja að hann sé ósáttur hjá félaginu og vilji fara. Félagið er hins vegar ekki á þeim buxunum að selja hann í sumar.

Liverpool og Keita hafa verið í viðræðum um nýjan samning en ekki náð samkomulagi, félagið vonast til að ná samkomulagi við leikmanninn en ef það tekst ekki fer hann frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Keita gekk til liðs við Liverpool frá RB Leipzig fyrir 53 milljónir punda árið 2018 en meiðsli hafa meðal annars sett strik í reikninginn. Hann spilaði samtals 28 deildarleiki fyrir félagið frá 2019-2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner