Amad Diallo, leikmaður Manchester United á Englandi, sýndi Mason Greenwood stuðning á Instagram í dag er enski sóknarmaðurinn kom inn á í sínum fyrsta leik með spænska félaginu Getafe.
Diallo og Greenwood spiluðu saman nokkra leiki hjá Man Utd áður en Englendingurinn var settur í bann af félaginu.
Greenwood var kærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar gegn kærustu sinni, Harriet Robson, en málið látið niður falla þar sem saksóknari taldi sakfellingu ekki líklega niðurstöðu í málinu.
Englendingurinn er kominn aftur af stað í boltanum eftir að United lánaði hann til Getafe á Spáni. United ætlaði upphaflega að taka Greenwood aftur inn í hópinn en viðbrögð samfélagsins fékk félagið til að taka u-beygju í málinu.
United sendi frá sér yfirlýsingu þar sem var greint frá því að Greenwood myndi fara frá félaginu en það kom mörgum á óvart að hann hafi ekki verið seldur eða hreinlega rift við leikmanninn, sem virðist gefa félaginu möguleika á að fylgjast með stöðu hans og athuga hvort hann eigi aftur afturkvæmt.
Fyrrum liðsfélagi Greenwood hjá United, Amad Diallo, var ánægður að sjá leikmanninn snúa aftur á völlinn og sýndi honum stuðning með því að birta mynd af Greenwood koma inn á í síðari hálfleiknum.
Ekki er víst að þessi skilaboð fari vel í stuðningsmenn United en færsluna má finna hér fyrir neðan.
???? Amad Diallo on Instagram as Mason Greenwood comes on as a substitute for his Getafe debut.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 17, 2023
(???? ig/amaddiallo19) pic.twitter.com/JgupkMn51L
Athugasemdir