Heimild: kgp.is
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var fyrir helgi til viðtals á Kópavogs- & Garðapóstinum, kgp.is og ræddi hann komandi úrslitakeppni.
Stjarnan situr í 4. sæti Bestu deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Ljóst er að 4. sætið gefur Evrópusæti á komandi tímabili en Stjarnan á einnig möguleika á því að ná 3. sætinu en Breiðablik situr í því sæti með fjórum stigum meira.
Stjarnan situr í 4. sæti Bestu deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Ljóst er að 4. sætið gefur Evrópusæti á komandi tímabili en Stjarnan á einnig möguleika á því að ná 3. sætinu en Breiðablik situr í því sæti með fjórum stigum meira.
Valur er fyrsti andstæðingur Stjörnunnar og fer sá leikur fram á Origo vellinum klukkan 19:15 í kvöld.
„Leikurinn leggst ofboðslega vel í mig. Valsliðið hefur verið öflugt og skemmtilegt á tímabilinu og ég held að þetta verði frábær leikur fyrir stuðningsmenn og aðra sem fylgjast með. Við förum inn í hvern einasta leik í úrslitakeppninni og ætlumst til þess að vinna," sagði Jökull.
Hann var spurður út í stöðuna á hópnum.
„Staðan er mjög góð. Þorbergur (Þór Steinarsson) er orðinn heill og er að pússa ryðið í burtu. Baldur Logi (Guðlaugsson) er að verða heill eftir að hafa rifið liðþófa fyrr í sumar sem er frábært. Kristian Riis [danski miðvörðurinn sem Stjarnan fékk í glugganum] er ennþá að koma sér almennilega í gang og aldrei að vita nema við sjáum hann í hóp í úrslitakeppninni. Halli (Haraldur Björnsson) er eini sem við erum nokkuð vissir um að muni ekki spila á þessu tímabili en við erum að vinna á fullu með honum til þess að hjálpa honum að vera tilbúinn eins fljótt og hægt er," sagði Jökull.
Sjá einnig:
Fór í aðgerð til að lengja ferilinn en óvíst hvenær hann snýr aftur
Eftir sigur Víkings berjast fjögur lið um tvö Evrópusæti
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir