Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 17. september 2023 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftir sigur Víkings berjast fjögur lið um tvö Evrópusæti
FH vann Breiðablik í lokaumferð deildarinnar fyrir tveimur vikum.
FH vann Breiðablik í lokaumferð deildarinnar fyrir tveimur vikum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þar sem Víkingur varð bikarmeistari í gær mun fjórða sæti Bestu deildarinnar veita þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar á næsta tímabili.

Sex stig eru á milli liðsins í 3. sæti deildarinnar, Breiðablik (38 stig), og liðsins í 6. sæti, KR (32 stig).

Á milli þeirra eru Stjarnan og FH með 34 stig. Úrslitakeppnin hefst í dag og verða þrjú af þessum fjórum liðum í eldlínunni.

FH heimsækir Breiðablik klukkan 18:00 á Kópavogsvöll. Stjarnan heimsækir svo Val klukkan 19:15. Valur er sjö stigum á undan Breiðabliki í 2. sæti deildarinnar.

Síðasti leikur fyrstu umferðar í úrslitakeppninnar fer svo fram á Víkingsvelli á miðvikudag þegar verðandi Íslandsmeistarar taka á móti KR. Í úrslitakeppninni eru leiknar fimm umferðir.

Breiðablik getur farið nokkuð langt með að tryggja sér Evrópusætið með sigri gegn FH en annars verður væntanlega hörkubarátta út mótið.

Hægt er að hita upp fyrir kvöldið með því að hlusta á hlaðvörp Fótbolta.net hér fyrir neðan. Stöðutaflan í deildinni er svo þar fyrir neðan.
Eggert Aron - Ákvörðunin
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner