Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho um Lukaku: Þeir hjá Inter hafa enga ástæðu til að vera reiðir
Jose Mourinho og Romelu Lukaku
Jose Mourinho og Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, segist vona að Inter geti glaðst fyrir hönd hans og Romelu Lukaku í framtíðinni.

Lukaku skoraði fyrsta mark sitt fyrir Roma í kvöld er liðið slátraði Empoli, 7-0, í fyrsta sigri tímabilsins.

Belgíski sóknarmaðurinn svaraði engum símtölum frá Inter í sumar, þrátt fyrir að hafa viljað fara þangað.

Hann var í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa unnið deildina með liðinu árið 2021, en þeir álitu sem svo að hann hafi svkið þá með því að ræða við erkifjendur þeirra í Juventus í sumar.

Inter hafði náð samkomulagi við Chelsea um kaup á Lukaku en dró tilboð sitt til baka þegar félagið frétti að hann væri að ræða við Juventus.

Samningaviðræður hans við Juventus náðu aldrei langt og fór það svo að hann fór til Roma á láni.

„Ég fann að hann var ánægður og Romelu þarf að vera ánægður, finna fyrir ást og þrá. Hann kom hingað og ég fann það strax að liðið þurfti á leikmanni eins og honum að halda. Ég held að hann sé mjög ánægður og elskar auðvitað að vinna leiki, það er í eðli hans.“

„Þeir hjá Inter hafa enga ástæðu til að vera reiðir því þeir unnu nágrannaslaginn 5-1 og eru með stórkostlegt lið, með marga sóknarmenn. Þeir hljóta að vera ánægðir fyrir hönd fyrrum þjálfara félagsins sem þurfti á Romelu að halda,“
sagði Mourinho við DAZN.
Athugasemdir
banner
banner