Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 17:07
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Frábært spil er Trossard kom Arsenal í forystu
Mynd: Getty Images
Arsenal var rétt í þessu að brjóta ísinn gegn Everton á Goodison Park en það var belgíski leikmaðurinn Leandro Trossard sem skoraði markið.

Gestirnir höfðu verið að þjarma að Everton-mönnum. Mark var dæmt af Gabriel Martinelli í fyrri hálfleiknum en fyrsta markið kom fyrir rest.

Arsenal átti hornspyrnu sem var tekin stutt og í kjölfarið átt liðið afar skemmtilegt spil við teiginn áður en Saka kom boltanum inn á Trossard sem setti boltann í stöng og inn.

Staðan 1-0 fyrir Arsenal en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Trossard
Athugasemdir
banner
banner
banner