Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 11:22
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Óli Jó tekur sér frí frá þjálfun: Ég fer bara að smíða
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólaf­ur Jó­hann­es­son býst ekki við því að starfa við þjálfun á næsta tímabili.

„Ég ætla ekk­ert að þjálfa á næsta ári en ég er ekki hætt­ur," segir Ólafur við mbl.is.

Ólafur segist hafa fengið fjölda fyrirspurna, bæði frá félögum hér á landi og í Færeyjum, en hann ætli að taka sér frí frá boltanum. Ólafur er smiður.

„Það er öðru­vísi með mig held­ur en marga aðra þjálf­ara. Ég fer bara að smíða eins og ég er van­ur að gera. Það er ekk­ert sem breyt­ist í mínu lífi nema ég fer ekki að þjálfa á hverj­um degi. Ég hef ekk­ert hent hamr­in­um," segir Ólafur við Guðmund Hilmarsson á mbl.is.

Ólaf­ur, sem er 62 ára gam­all, yfirgaf Val eftir liðið tímabil en undir hans stjórn varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari.

Valsmenn ákváðu að skipta um þjálfara og var Heimir Guðjónsson ráðinn í stað Ólafs.

Sjá einnig:
Þjálfaramálin - Allt klárt í Pepsi Max en fjögur félög í Inkasso laus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner