Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. október 2021 15:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son og GIl ekki með veiruna - Fölsk niðurstaða
Mynd: Getty Images
Newcastle og Tottenham eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er fyrsti leikur Newcastle með nýja eigendur.

Það vekur athygli að Heung Min-Son er í byrjunarliði Tottenham og Bryan Gil er á bekknum en það komu fréttir þess efnis fyrir helgi að Heung Min-Son og Bryan Gil leikmenn Tottenham væru með Covid. Það er ekki rétt en það kom röng niðurstaða úr Covid prófi sem þeir tóku.

Þetta kemur fram hjá félaginu en Tottenham vill ekki nefna leikmennina á nafn en samkvæmt frétt sem Fótbolti.net birti í gær er um að ræða þá Son og Gil.

„Eftir nánari athugun samkvæmt reglum Úrvalsdeildarinnar, höfðu tveir ónefndir leikmenn skilað inn fölsku jákvæðu covid prófi á föstudaginn eftir landsleikjahléið," segir í yfirlýsingu Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner