sun 17. október 2021 13:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Grealish gagnrýnir Southgate
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Jack Grealish leikmanns Man City og enska landsliðsins hefur gagnrýnt Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands fyrir að skipta Grealish útaf í leik liðsins gegn Ungverjalandi á dögunum.

England gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í undankeppni HM á dögunum. John Stones varnarmaður Man City skoraði mark Englands.

Liðsfélagi hans hjá City, Jack Grealish var líflegur í leiknum en hann var ekki sáttur með að vera skipt útaf eftir rúmlega klukkutíma leik.

Umboðsmaðurinn hans gagnrýndi landsliðsþjálfarann fyrir skiptinguna.

„Hann elskar að spila fyrir England. Hann er mjög stoltur. Það er mikilvægt að hann standi sig með Englandi. Þetta var ráðgáta, skrítið en kannski finnst Gareth Southgate að hann passi ekki inn í liðið. Southgate er þjálfarinn en að mínumati er Grealish besti leikmaður þjóðarinnar í sinni stöðu," sagði umboðsmaðurinn.

„Ég held að Guardiola sé góður dómari á þetta, fyrir City að kaupa hann svona dýrt, ég held að þeir viti hvað þeir eru að gera. Ég held að við höfum ekki séð það besta frá honum ennþá. Hann gæti orðið einn af bestu leikmönnum heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner