Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Brussel
Spilar Ísland í snjókomu á mánudagskvöldið?
Úr dimmri þoku í snjó í Belgíu?
Icelandair
Það var ískalt þegar Ísland æfði í skóginum í Spa í dag en á að kólna enn frekar næstu daga.
Það var ískalt þegar Ísland æfði í skóginum í Spa í dag en á að kólna enn frekar næstu daga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu á mánudagskvöldið en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst 18:30 að íslenskum tíma.

Þegar liðið tapaði gegn Belgum í þjóðadeildinni á fimmtudaginn lagðist mikil dimm þoka yfir Brussel og erfitt reyndist að sjá markanna á milli á vellinum.

Nú er hætt við að aðstæður verði ekkert sérstakar heldur annað kvöld því heimamenn óttast að það gæti snjóað yfir leiknum.

Það hefur verið kalt í Eupen síðustu daga en á að kólna enn frekar og spáin segir snjókoma á þriðjudaginn sem gæti náð inn á mánudagskvöldið.

Sökum þessa mátti heyra starfsmenn KSÍ ræða saman á æfingu Íslands í gær um að útvega appelsínugula bolta til að notast við á meðan leikurinn fer fram fari svo að það muni snjóa.

Ljóst er að snjókoma hentar okkur Íslendingum betur en liði Katar enda er hávetur í þeirra heimalandi og 27 stiga hiti sem þykir ansi kalt á þeim slóðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner