Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. nóvember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðjumaður Arsenal gæti farið frítt til Barcelona
Patino á að baki einn leik í enska bikarnum og einn í enska deildabikarnum fyrir aðallið Arsenal.
Patino á að baki einn leik í enska bikarnum og einn í enska deildabikarnum fyrir aðallið Arsenal.
Mynd: EPA
Charlie Patino, miðjumaður Arsenal sem er á láni hjá Blackpool, hefur verið orðaður við Barcelona. Patino, sem er nítján ára, hefur skorað tvö mörk fyrir Blackpool í tólf leikjum í Championship.

Samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar en hann er sagður vera með ákvæði í samningi sínum, ef það verður virkjað þá framlengist samningurinn um tvö ár.

Ef engin þróun verður á hans samningsmálum þá geta félög utan Englands rætt við Patino í janúar.

Miðlar eins og Calciomercato og Mundo Deportivo segja að Barcelona hafi áhuga á Patino, félagið hafi fylgst með enska leikmanninum lengi.

Patino vakti athygli þegar hann skoraði í nágrannaslag gegn Preston og fagnaði fyrir framan hörðustu stuðningsmenn félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner