Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, fékk í vikunni símtal frá Mjällby. Þetta staðfesti hún í samtali við Kristianstadsbladet.
Mjällby er í leit að aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið eftir að ljóst varð að Stefan Ekstrand yrði ekki áfram.
Mjällby er í leit að aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið eftir að ljóst varð að Stefan Ekstrand yrði ekki áfram.
„Ég fékk símtal frá Mjällby og var rætt um nokkuð stórt hlutverk. En ég var skýr og við hittumst ekki og ræddum hlutina, ég hef einfaldlega aðrar hugsanir," sagði Beta og kemur fram í grein Fotbollskanalen segir að ekki hafi verið tekið fram hvort að Betu stæði endilega til boða að taka við sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins, en vakin athygli á því að sú staða sé á lausu.
„Þetta var mjög skemmtilegt samtal að taka og heiður. Það er ekki oft sem kona fær símtal frá karlaliði. Mögulega hefði ég íhugað þetta á einhverjum öðrum tímapunkti," sagði Beta.
Beta var í fimmtán ár hjá Kristianstad og á liðnu tímabili endaði liðið í 6. sæti sænsku deildarinnar.
Athugasemdir