Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. desember 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Keane ekki enn sannfærður um Arsenal
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Roy Keane segist enn ekki vera sannfærður um Arsenal þrátt fyrir fína byrjun Unai Emery við stjórnvölinn.

Því var spáð að Emery myndi eiga í vandræðum með að taka við af Arsene Wenger. En Emery hefur fengið talsvert lof og er með Arsenal í fimmta sæti, markatölunni frá því fjórða.

„Ég er enn efins. Það hafa komið upp meiðsli í varnarlínunni en dómstóllinn er enn starfandi. Það eru stórir leikir framundan hjá liðinu og þeir verða stórt próf," segir Keane.

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira hefur leikið virkilega vel hjá Arsenal.

„Hann hefur gert vel. Hann hefur byrjað vel í enska boltanum en vetrarmánuðurnir eru framundan og spennandi að sjá hvort hann haldi áfram að bæta sig."

Arsenal tapaði fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Athugasemdir
banner