Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. desember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester City vill 20 milljónir fyrir Brahim Diaz
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur miklar mætur á ungstirninu Brahim Diaz sem ólst upp hjá Malaga en hefur verið hjá Manchester City síðustu fimm ár, eða frá fjórtán ára aldri.

Real Madrid vildi kaupa Spánverjann á 10 milljónir punda en Englandsmeistararnir höfnuðu tilboðinu þó að samningur Diaz renni út næsta sumar.

Man City vill fá 20 milljónir fyrir táninginn, sem verður ekki tvítugur fyrr en í ágúst á næsta ári.

Diaz vill ólmur fá meiri spilatíma en Pep Guardiola vill ekki missa annað ungstirni líkt og Jadon Sancho sem er að gera allt vitlaust með Borussia Dortmund í þýska boltanum.

„Við viljum halda Brahim hjá félaginu en hann er að berjast við menn eins og Sterling, Sane, Mahrez og Bernardo um byrjunarliðssæti. Það er erfitt að fá spilatíma þegar þessir eru fyrir framan þig," sagði Pep.
Athugasemdir
banner
banner