Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. janúar 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta ósáttur við að fá ekki víti er Pepe féll í teignum
Pepe á ferðinni.
Pepe á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var óánægður með að fá ekki vítaspyrnu í 1-1 jafnteflinu gegn Sheffield United.

Gabriel Martinelli kom Arsenal 1-0 yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þegar lítið var eftir jafnaði John Fleck fyrir Sheffield United.

Um miðjan seinni hálfleikinn féll Nicolas Pepe í teignum og var ekkert dæmt - ekki einu sinni eftir VAR-skoðun.

„Mér finnst það mjög augljóst," sagði Arteta spurður að því hvort um vítaspyrnu hafi verið að ræða. „Það var það sama í leiknum gegn Chelsea, mjög augljóst. Ég veit ekki hvað það þarf mikið til."

Í leiknum gegn Chelsea var Arteta óánægður með að Jorginho, miðjumaður Chelsea, hafi ekki fengið rautt spjald.

Hérna má sjá það þegar Pepe féll í teignum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner