Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Tottenham, Arsenal og Chelsea í beinni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski boltinn byrjar að rúlla á ný þegar Watford tekur á móti Tottenham í hádegisleiknum í dag, sem verður sýndur beint á sportstöð Símans.

Watford hefur heldur betur tekið við sér eftir að Nigel Pearson var ráðinn við stjórnvölinn. Liðið vermdi botnsæti deildarinnar þar til Pearson tók við og eru lærisveinar hans búnir að klífa úr fallsvæðinu, eftir að hafa náð í þrettán stig úr síðustu fimm leikjum.

Tottenham þarf sigur þar sem gengi liðsins hefur ekki verið nógu gott að undanförnu. Liðið er aðeins búið að ná í fjögur stig af síðustu fimmtán mögulegum undir stjórn Jose Mourinho.

Arsenal á svo leik við Sheffield United í beinni útsendingu. Arsenal er óvænt um miðja deild, fjórum stigum eftir nýliðum Sheffield sem eru óvænt í Evrópubaráttu.

Englandsmeistarar Manchester City eiga svo heimaleik við Crystal Palace á meðan West Ham tekur á móti Everton. Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með vegna meiðsla en liðið hefur farið þokkalega vel af stað undir Carlo Ancelotti og er búið að vinna sig uppúr fallbaráttunni.

David Moyes tók nýverið við West Ham og mætir hann sínum fyrrum vinnuveitendum til margra ára í dag.

Norwich á svo leik við Bournemouth, Southampton spilar við Wolves og Brighton fær Aston Villa í heimsókn í fallbaráttunni áður en síðasti leikur dagsins er flautaður á.

Þar á Newcastle heimaleik gegn Chelsea í beinni útsendingu.

Leikir dagsins:
12:30 Watford - Tottenham (Síminn Sport)
15:00 Arsenal - Sheffield Utd (Sjónvarp Símans)
15:00 Man City - Crystal Palace
15:00 West Ham - Everton
15:00 Norwich - Bournemouth
15:00 Southampton - Wolves
15:00 Brighton - Aston Villa
17:30 Newcastle - Chelsea (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner