Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn af tíu í heiminum sem trúir að Lyngby geti haldið sér uppi - „Ekki skemmtilegt"
Ég þarf að hafa ís í maganum og selja leikmönnum verkefnið
Ég þarf að hafa ís í maganum og selja leikmönnum verkefnið
Mynd: Getty Images
Fyrir þjálfara að þurfa selja svona sterka leikmenn er ekki skemmtilegt en ég verð að sætta mig við það
Fyrir þjálfara að þurfa selja svona sterka leikmenn er ekki skemmtilegt en ég verð að sætta mig við það
Mynd: Lyngby
Stórkostlegur liðsmaður, íþróttamaður og er klókur, spilar liðsfélaga sína uppi
Stórkostlegur liðsmaður, íþróttamaður og er klókur, spilar liðsfélaga sína uppi
Mynd: KSÍ
Alfreð er að koma núna til baka og er byrjaður að æfa á fullu með liðinu sem er mikil styrking fyrir okkur
Alfreð er að koma núna til baka og er byrjaður að æfa á fullu með liðinu sem er mikil styrking fyrir okkur
Mynd: Heimasíða Lyngby
Kasper var markahæsti varnarmaður fyrri hluta tímabilsins í deildinni.
Kasper var markahæsti varnarmaður fyrri hluta tímabilsins í deildinni.
Mynd: Lyngby
Freyr tók við Lyngby fyrir tímabilið 2021-22 og kom liðinu upp í Superliga á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Freyr tók við Lyngby fyrir tímabilið 2021-22 og kom liðinu upp í Superliga á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Mynd: Lyngby
Nýliðarnir í Lyngby eru í botnsæti dönsku Superliga og undirbýr liðið sig nú fyrir seinni hluta tímabilsins. Sautján umferðir eru búnar af deildinni og á eftir að leika fimm umferðir áður en deildin verður tvískipt.

Lyngby er þréttán stigum frá öruggu sæti þegar liðið á alls eftir að spila fimmtán leiki. Eini sigurleikur liðsins var gegn Silkeborg í nóvember, í lokaleik fyrir langt vetrarfrí. Verkefnið verður ansi strembið en þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, hefur trú á því að liðið geti haldið sér uppi.

Verkefnið varð ekkert auðveldara þegar vængbakverðir liðsins voru seldir frá félaginu í glugganum og auk þess hafa þrír aðrir leikmenn horfið á brott.

„Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá okkur, fimm leikmenn farnir, búnir að selja fyrir ca. 300 milljónir íslenskar. Ég er ekki með leikmenn til að leysa vængbakverðina af, hvorki í akademíunni eða í hópnum. Ég þarf að breyta um leikkerfi og er það verkefnið núna, að finna hvernig leikmannahópurinn við höfum núna getur komist sterkastur út úr þessu varðandi hvaða leikkerfi passar þeim. Við vinnum með prinsipp sem eru óháð leikkerfum en við þurfum að finna hvað passar hópnum best. Það er mikil vinna í gangi núna varðandi leikfræðina," sagði Freysi.

Selt fyrir 800 milljónir íslenskra króna
„Ég skipti mér ekki neitt mjög mikið að því hvernig klúbburinn er rekinn, ég fylgi strategíu klúbbsins. Fyrir þjálfara að þurfa selja svona sterka leikmenn er ekki skemmtilegt en ég verð að sætta mig við það. Það eru skilmálarnir fyrir þeirri vinnu sem við erum í. En þetta er kannski komið fullmikið. Síðan ég kom hingað erum við búnir að selja fyrir 40 milljónir danskar (rúmar 800 milljónir íslenskar) og ég hef keypt fyrir 2,4 milljónir. Það er helvíti mikill munur þar á. En að sama skapi er ég búinn að taka sjö leikmenn upp úr akademíunni sem þurfa að vaxa hratt núna og taka ennþá meiri ábyrgð. Það er líka skemmtilegt að gera þá betri og það gengur vel að gera þá betri. Það er mjög spennandi og krefjandi verkefni sem liggur fyrir framan okkur núna."

Vill frekar spila á leikmönnum úr akademíunni
Færðu eitthvað að kíkja á markaðinn til að fá inn leikmenn í staðinn fyrir þá sem eru farnir?

„Við erum að kíkja, ég er að reyna setja sjálfur sem minnsta orku í það. Það gengur ekkert svakalega vel satt best að segja. Í mínu umhverfi er ég með sportchef og stjórn sem hafa mest um það segja. Ég hef neitunarvald og get að sjálfsögðu sagt já ef það er eitthvað sem mér líst vel á. En það sem hefur komið inn á borð til mín hingað til hefur ekki verið heillandi, ég vil frekar spila þessum ungu strákum úr akademíunni."

Hefði viljað fá meiri pening fyrir Kasper
Vinstri bakvörðurinn Adam Sörensen var seldur til Bodö/Glimt og hægri bakvörðurinn Kasper Jörgensen var seldur til Álaborgar. Kemur á óvart að þessir leikmenn voru seldir á þessum tímapunkti?

„Það kemur á óvart að Kasper hafi verið seldur á þessum tímapunkti. Það gat gerst með Adam, það var líka áhugi í síðasta glugga og núna vildi hann sjálfur fá að fara. Hann er alinn upp í klúbbnum, búinn að vera hér frá því hann var tíu ára gamall. Það var heiðursmannasamkomulag að ef þessi eða hærri upphæð kæmi þá myndum við ekki standa í vegi fyrir honum. Það var eitthvað sem gat gerst."

„Ég var að vonast til að selja Kasper næsta sumar. Hann er frábær leikmaður sem er búinn að vaxa mjög hratt. Ég hefði viljað bíða með þetta þangað til næsta sumar og ég held að við hefðum getað fengið meiri pening fyrir hann. En það er bara það sem ég hugsa, ég ber ekki fjárhagslega ábyrgð á félaginu og verð að bera virðingu fyrir þessu."


Þarf að selja leikmönnum verkefnið
Hvernig nálgist þið seinni hlutann verandi þrettán stigum frá öruggu sæti?

„Nú þarf ég að hafa smá ís í maganum, klára þennan félagsskiptaglugga sem lokar 1. febrúar, sjá hvað kemur inn og hvort við seljum eitthvað meira - ég veit það svo sem ekki. Ég þarf að sjá hvar við stöndum. Við munum að sjálfsögðu berjast með kjafti og klóm til að halda sæti okkar í deildinni en á sama tíma er það verkefni fyrir framan okkur að halda áfram að gera leikmennina betri og að söluvænni vöru. Þetta er svolítið flókið verkefni og ætli ég sé ekki einn af kannski tíu mönnum í heiminum sem trúir því að við getum haldið okkur uppi. Ég verð líka að passa mig á því að hafa breiðari fókus heldur en bara á að halda okkur uppi. Ég verð að passa mig á því að liðið spili eins og við viljum spila fótbolta og ég og allt mitt starfsteymi þurfum að gera leikmennina betri."

„Ég þarf að hafa ís í maganum og selja leikmönnum verkefnið. Það eina sem þeir sjá er að leikmenn eru að fara út. Ég þarf að bíða fram til 1. febrúar, sjá til þess að liðið æfi vel og sjá hvað kemur inn ef það kemur eitthvað inn. Við förum í æfingaferð 1. febrúar og þá verður maður bara að selja þeim þetta, það þýðir ekkert annað."


Lítur út fyrir að fleiri gætu farið frá Lyngby fyrir lok gluggans?

„Það gæti verið að 1-2 fari til viðbótar, það er ekki útilokað."

Stóð sig vel í sínum fyrstu landsleikjum
Sævar Atli Magnússon er leikmaður Lyngby og lék sína fyrstu tvo A-landsleiki í mánuðinum. Freysi fylgdist með sínum manni.

„Mér fannst hann standa sig mjög vel, eins og honum einum er lagið. Hann vinnur fyrir liðið sitt, góður að pressa, vinnur návígi, kemur sér í færi, fylgir leikfræðinni sem þjálfararnir setja upp og gerir það vel. Stórkostlegur liðsmaður, íþróttamaður og er klókur, spilar liðsfélaga sína uppi. Ég var mjög ánægður með hans frammistöðu."

„Nei, ég er svo sem ekki búinn að vera bíða eftir því (að Sævar spili sína fyrstu landsleiki). Ég held að það komi bara þegar rétti tímapunkturinn er. Hann er á góðri vegferð hann Sævar, stendur sig vel. Ég veit að ef Arnar og Jói þurfa á honum að halda þá mun hann standa sig vel. En það eru góðir leikmenn í hans stöðum sem hafa verið að spila með A-landsliðinu seinasta árið. Samkeppnin er hörð og Sævar þarf bara að halda áfram á sinni vegferð. Ég er ekki búinn að bíða eftir þessu en hef alltaf haft trú á þessu."


Gætiru séð fyrir þér að fá inn leikmann frá Íslandi til að styrkja hópinn?

„Það er ekki útilokað, ég fer til sportchefsins og set nöfn á borð sem mér finnst áhugaverð. Þar á meðal eru Íslendingar."

Mikil styrking að Alfreð sé farinn að æfa
Breytingarnar á leikstílnum, vængbakverðirnir farnir, mun það hafa áhrif á hlutverk Sævars eða Alfreðs í liðinu?

„Nei, það mun ekki gera það, nema bara jákvæð. Það er eitt af því jákvæða, Alfreð er að koma núna til baka og er byrjaður að æfa á fullu með liðinu sem er mikil styrking fyrir okkur. Svo er reynslumesti hafsentinn okkar líka að koma til baka. Þetta eru tveir leikmenn sem voru mikið meiddir fyrir jól. Það er styrking í því."

„Við erum mjög vel settir með framherjastöðurnar, erum með fjóra mjög sterka framherja og það er alls ekki ólíklegt að við spilum með tvo framherja. Það er hvorki slæmt fyrir Sævar né Alfreð. Svo getur Sævar líka spilað kantstöðurnar eða eins og með landsliðinu í áttunni ef það eru þrír á miðjunni. Þeir munu koma sterkir út úr þessu,"
sagði Freysi.

Viðtalið var tekið síðasta föstudag og má hlusta á það í heild sinni hér að neðan. Næsti leikur Lyngby er heimaleikur gegn toppliði Nordsjælland eftir mánuð.
Freysi um Söru Björk: Draumur fyrir alla þjálfara
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner