Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. febrúar 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Arsenal þarf að bíða til sumars eftir Overmars
Mynd: Getty Images
Arsenal er sagt áhugasamt um að ráða Marc Overmars sem yfirmann leikmannakaupa eftir að Sven Mislintat lét af störfum sem slíkur.

Overmars starfar nú hjá Ajax sem yfirmaður knattaspyrnumála en hollenska félagið mun ekki leyfa honum að fara til Arsenal á miðju tímabili.

Hann hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt hjá Ajax en hann fékk til að mynda Frenkie De Jong til félagsins frá Willem II á 900 þúsund pund. Hann mun síðan ganga í raðir Barcelona í sumar en spænska félagið keypti hann á 66 milljónir punda.

Overmars er 45 ára og hefur unnið sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax í næstum sjö ár.

Hann var hjá Arsenal í þrjú tímabil sem leikmaður og hjálpaði liðinu að vinna tvennuna 1998.
Athugasemdir
banner
banner