Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. mars 2020 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skosk knattspyrnuyfirvöld aðstoða félögin - Lítill sjóður
Skoski fáninn ásamt þeim íslenska.
Skoski fáninn ásamt þeim íslenska.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í kvöld var greint frá því að allt starfsfólk Hearts, að leikmönnum meðtöldum, var beðið að um taka á sig helmingslaunalækkun.

Einnig var greint frá því að ensku neðrideildirnar væru með 50 milljón punda öryggisnet fyrir félögin ef þörf væri á að brúa bilið á þessum tímum kórónaveirunnar.

Í frétt BBC í dag kemur fram að skosk knattspyrnuyfirvöld ætla sér að aðstoða sín félög. Sjóður þeirra skosku nemur um einni og hálfri milljón punda sem er ríflega þrjátíu sinnum minna en það sem EFL hefur boðið upp á.

42 félög eru á lista hjá þeim skosku en samkvæmt frétt BBC mun upphæðinni ekki verða dreift jafnt á félögin.
Útvarpsþátturinn - Fjárhagsáhyggjur í fótboltaheiminum
Athugasemdir
banner
banner