Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. mars 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnór þvílíkt stoltur af Alfons: Var ekki auðvelt fyrir hann hjá Norrköping
Hann er núna hjá Bodö og hefur gjörsamlega blómstrað þar
Icelandair
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru samherjar á sínum tíma hjá IFK Norrköping í Svíþjóð. Arnór er fæddur árið 1999 og Alfons árið 1998.

Nú leikur Arnór með CSKA í Moskvu og Alfons með Bodö/Glimt í Noregi. Í gær var ljóst að þeir yrðu báðir í íslenska A-landsliðinu í komandi landsleikjaglugga. Fótbolti.net heyrði í Arnóri og spurði hann út í Alfons.

Arnór um landsliðsvalið:
„A-liðið er alltaf toppurinn á píramídanum og þar vill maður vera"

Hvernig líst þér á að fá Alfons inn í A-landsliðshópinn?

„Mér finnst það bara frábært. Ég og Alfons erum mjög góðir vinir og vorum saman hjá Norrköping, komum á sama tíma og vorum mikið saman þar. Ég þekki hann mjög vel og veit nákvæmlega hvernig hann er sem bæði manneskja og leikmaður," sagði Arnór.

„Ég er þvílíkt stoltur af honum og ánægður fyrir hans hönd að hann sé kominn þarna inn líka því hann hefur svo sannarlega þurft að vinna fyrir því. Þetta var ekki auðveld leið og ekki auðvelt fyrir hann hjá Norrköping. Hann er núna hjá Bodö og hefur gjörsamlega blómstrað þar."

Hverjir eru helstu styrkleikar Alfons inn á vellinum?

„Hann skilar alltaf sínu, getur hlaupið endalaust, góður bæði sóknarlega og varnarlega og þú færð alltaf það frá honum það sem þú vilt fá. Mjög 'solid player'.“

Hverjir eru hans kostir utan vallar?

„Hann er mjög skemmtilegur, mjög jarðbundinn gæi og ég og hann náum mjög vel saman. Við vorum mikið saman utan vallar þegar við vorum saman hjá Norrköping. Það er mjög gaman að vera í kringum hann, mjög skemmtileg týpa," sagði Arnór.

Alfons Sampsted um landsliðsvalið:
Fyrsti keppnisleikur gæti verið gegn Þýskalandi: Ótrúlega spennandi verkefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner