Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. mars 2021 20:48
Victor Pálsson
Fjölmargir kalla eftir því að Mourinho verði rekinn
Mynd: Getty Images
Það eru ófáir stuðningsmenn Tottenham sem kalla nú eftir því að Jose Mourinho verði rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri liðsins.

Mourinho tók við Tottenham undir lok árs 2019 en hann tók við af Mauricio Pochettino sem var afar vinsæll í Lundúnum.

Gengi Tottenham hefur ekki verið mjög gott á þessu tímabili og er liðið nú úr leik í Evrópudeildinni.

Tottenham tapaði 3-0 gegn Dinamo Zagreb í 16-liða úrslit í kvöld og er úr leik samanlagt 3-2 eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum.

Tottenham er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir 28 leiki en tapaði grannaslagnum gegn Arsenal um helgina, 2-1.

Kassamerkið #MourinhoOut er vinsælt á samskiptamiðlum eftir tapið í kvöld og ljóst er að margir eru komnir með nóg.












Athugasemdir
banner
banner
banner