Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. mars 2023 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttast að krossbandið sé slitið hjá Kyle
Lítur ekki vel út með meiðsli Kyle. Jónína Guðbjörg tók meðfylgjandi myndir fyrir Fótbolta.net í dag.
Lítur ekki vel út með meiðsli Kyle. Jónína Guðbjörg tók meðfylgjandi myndir fyrir Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kyle McLagan, varnarmaður Víkings, þurfti að fara af velli í seinni hálfleik vegna meiðsla þegar liðið mætti Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn að hann óttaðist að Kyle hefði slitið krossband.

Í lok leiks sást Kyle yfirgefa varamannabekk Víkings, var með hækju í annarri sér til stuðnings og með hina höndina utan um aðstoðarmann sem hjálpaði honum að koma sér inn í hús.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

„Mestu áhyggjurnar núna eru varðandi Kyle, við erum að bíða og vona að hann sé ekki með slitin krossbönd. Þetta leit ekki vel út það návígi sem hann fór í," sagði Arnar.

„Þetta lítur bara hræðilega út, krossleggjum fingur og vonumst að niðurstaðan úr myndatöku verði okkur jákvæð."

Viðtalið við Arnar verður birt á síðunni innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner