Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 18. apríl 2019 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alisson fær nýtt treyjunúmer hjá Liverpool
Alisson Becker, markvörður Liverpool, fær nýtt treyjunúmer á næstu leiktíð.

Hann hefur verið í treyju númer þrettán á þessari leiktíð.

Alisson verður í treyju númer eitt á næstu leiktíð. Loris Karius hélt treyjunúmeri sínu, treyju númer eitt, fyrir þessa leiktíð en var eftir að það var ákveðið, lánaður til Besiktas á tveggja ára lánssamning.

Liverpool tilkynnti í morgun nýja heimabúninga sína og tilkynntu á sama tíma að Alisson fengi treyju númer eitt.

Alisson kom frá Roma fyrir þessa leiktíð og hefur verið frábær á milli stanganna.
Athugasemdir
banner