Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. apríl 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Gísli var að hitta dóttur þjálfarans - „Horfði grimmilega á mig í svona korter"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Eyland, leikmaður ÍA, sagði frá „vandræðalegasta augnablikinu" í 'Hinni hliðinni' fyrr í dag.

Þar segir Jón Gísli: „Þegar ég for að deita dóttir þjálfarans." Fréttaritari spurð Jón Gísla sérstaklega út í þetta atvik. Fékk hann einhver viðbrögð frá þjálfaranum?

„Þetta var alveg verulega vandræðalegt þegar ég mæti á æfingu og Guðjón Örn, sem var þjálfarinn okkar (Tindastóls) árið 2018, mætir inn í klefa. Hann vissi að ég væri búinn að læðast heim til hans á daginn til að heilsa uppá dóttur hans."

Hvað gerði Guðjón þegar hann mætir inn í klefann?

„Hann leitaði að mér í klefanum og horfði grimmilega á mig í svona korter. Ég svitnaði meira inn í klefanum heldur en á æfingunni sjálfri," sagði Jón Gísli og hló.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Jón Gísli Eyland (ÍA)
Jón Gísli: Ég mun aldrei gleyma þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner