Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Snýst bara um peninga og græðgi" - „Algjör skömm af þessu"
Keane
Keane
Mynd: Getty Images
Richards
Richards
Mynd: Getty Images
„Þetta snýst um peninga og græðgi og þetta hljómar ekki vel. Vonandi tekst að stöðva þetta því þetta er hrein græðgi," sagði Roy Keane um Ofurdeildina sem er í áformum á meðal stærstu félaga Evrópu.

„Ég er sammála Roy, úrvalsdeildin er frábærlega rekin og við vitum að þetta snýst um rekstur og viðskipti. En hvað verður um stuðningsmennina?"

„Hvað gerist um minningar stuðningsmanna um fortíðina? Á að gleyma því út af því sem fótboltinn er orðinn? Mér finnst algjör skömm af þessu ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn,"
sagði Micah Richards en hann og Keane ræddu um þetta á Sky Sports.

„Ég held að Bayern Munchen verði ekki í þessari keppni, eitt stærsta félag heims og þeir virðast ekki ætla vera með sem er gott, bætti Keane við.

Samböndin eru mjög á móti þessum áformum félaganna og ætla að banna þeim að taka þát í deildarkeppnum heima fyrir ef þau halda því til streitu að stofna deildina.

Þá ætla UEFA og FIFA að banna leikmönnum sem taka þátt í deildinni að taka þátt í landsleikjum. Umræðuna á Sky Sports má að hluta til nálgast hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner