Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 18. apríl 2024 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martínez fékk tvö gul en af hverju var hann ekki rekinn af velli?

Emiliano Martínez markvörður Aston Villa fékk að líta tvö gul spjöld þegar Villa vann Lille í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld en var ekki rekinn af velli.


Hann fékk fyrra gula spjaldið í fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma fyrir tafir og það síðara í vítaspyrnukeppninni fyrir að ögra áhorfendum.

Í reglubókum UEFA kemur skýrt fram að leikmaður sem fær gult spjald í miðjum leik fer inn í vítaspyrnukeppnina laus allra mála.

„Viðvaranir (gul spjöld) sem eru gefin í leiknum (framlenging meðtalin) eru ekki tekin gild í vítaspyrnukeppni," segir í reglum UEFA.

Martínez fékk fyrra spjaldið fyrir töf og það síðara fyrir að ögra stuðningsmönnum Lille sem höfðu ögrað honum allan leikinn.


Athugasemdir