Björn Kristinn Björnsson, þjálfari HK/Víkings í Pepsi-deild kvenna, var allt annað en sáttur eftir 4-1 tap liðsins gegn Þór/KA í dag.
´,,Ég er alltaf fúll með að tapa, það er bara svoleiðis. Mér fannst þetta óþarfa stórt, við áttum ekki að tapa þessu svona stórt og ætluðum ekkert að tapa leiknum en hinsvegar förum við í gegnum prógram sem ég er ánægður með," sagði Björn.
,,Við förum í gegn Breiðablik, ÍBV, Þór/KA fáum svo Stjörnuna og Val þannig að ég reikna með að við verðum búin að læra eitthvað á þeim tíma svo seinni hlutinn ætti að nýta betur en þetta er svona, mér fannst þetta eiginlega alltof stórt og mér fannst við ekkert síðra liðið að mörgu leiti."
,,Vindurinn var beggja vegna, þannig það skiptir ekki máli. Kannski kunnum við ekki jafn mikið að nota hann. Við vorum langt frá mönnum og vorum ragar, það er varla að við höfum fengið spjöld í þessum leikjum sem ég er ósáttur við því ef við ætlum að gera ekkert þá gerum við það almenninlega," sagði Björn Kristinn ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























