Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mið 18. maí 2016 20:34
Arnar Daði Arnarsson
Eiður: Páll Óskar verður aldrei spilaður aftur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eiður Benedikt þjálfari Fylkis var að vonum svekktur eftir 3-1 tap gegn ÍBV á heimavelli í dag.

ÍBV komst snemma leiks í 2-0 og gerði síðan útum leikinn í upphafi seinni hálfleiks.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 ÍBV

„Það fór ýmislegt úrskeiðis í dag. Fyrst og fremst gefum við þeim fyrstu tvö mörkin á silfurfati. Þetta er svo dýrt og algjör óþarfi. Síðan fáum við fullt af færum, þær voru opnar og þetta var ping pong leikur og rosalega opinn. Það var moment í 1-0 stöðunni að jafna og í 2-0 að ná ekki inn marki."

„Síðan skora þeir 3-0 og það er kjaftshögg í byrjun seinni hálfleiks. Þegar maður er búinn að vera tala um einhverja hluti inn í klefa. Við ætluðum að koma af þvílíkum krafti. Við héldum samt alltaf áfram og seinni hálfleikurinn var mjög góður. Í rauninni ekkert hægt að taka af stelpunum þar," sagði Eiður en Fylkisliðið er með eitt stig að loknum tveimur fyrstu leikjunum.

Fyrir síðasta leik sagði Eiður í viðtali eftir leik að hann hafi sýnt stelpunum mynd af varamannabekk Leicester. En hvað skyldi hann hafa sýnt stelpunum fyrir leikinn í kvöld?

„Ég sýndi þeim allavegana ekki neinn bekk nema bekkinn okkar. Ég var síðan með ömurlegt lag í pepp-videoinu. Ég ætla breyta því. Þetta var lag með Páli Óskari, hann verður aldrei spilaður aftur," Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner