Eiður Benedikt þjálfari Fylkis var að vonum svekktur eftir 3-1 tap gegn ÍBV á heimavelli í dag.
ÍBV komst snemma leiks í 2-0 og gerði síðan útum leikinn í upphafi seinni hálfleiks.
ÍBV komst snemma leiks í 2-0 og gerði síðan útum leikinn í upphafi seinni hálfleiks.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 3 ÍBV
„Það fór ýmislegt úrskeiðis í dag. Fyrst og fremst gefum við þeim fyrstu tvö mörkin á silfurfati. Þetta er svo dýrt og algjör óþarfi. Síðan fáum við fullt af færum, þær voru opnar og þetta var ping pong leikur og rosalega opinn. Það var moment í 1-0 stöðunni að jafna og í 2-0 að ná ekki inn marki."
„Síðan skora þeir 3-0 og það er kjaftshögg í byrjun seinni hálfleiks. Þegar maður er búinn að vera tala um einhverja hluti inn í klefa. Við ætluðum að koma af þvílíkum krafti. Við héldum samt alltaf áfram og seinni hálfleikurinn var mjög góður. Í rauninni ekkert hægt að taka af stelpunum þar," sagði Eiður en Fylkisliðið er með eitt stig að loknum tveimur fyrstu leikjunum.
Fyrir síðasta leik sagði Eiður í viðtali eftir leik að hann hafi sýnt stelpunum mynd af varamannabekk Leicester. En hvað skyldi hann hafa sýnt stelpunum fyrir leikinn í kvöld?
„Ég sýndi þeim allavegana ekki neinn bekk nema bekkinn okkar. Ég var síðan með ömurlegt lag í pepp-videoinu. Ég ætla breyta því. Þetta var lag með Páli Óskari, hann verður aldrei spilaður aftur," Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari Fylkis.
Athugasemdir























