Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 18. maí 2020 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
99% líkur orðnar að 0% á Ítalíu - Deildin af stað 15. júní
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku voru „99% líkur" á því að ítalska Serie A færi af stað þann 13. júní. Það sagði Giovanni Malago, forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar.

Þó ótrúlegt megi virðast þá hefur mótahaldi verið frestað til 14. júní. Engin breyting er þó á því að félög mega halda úti einstaklingsæfingum.

Mótahaldi er frestað til 14. júní en allar líkur eru á því að Serie A fari ekki af stað fyrr en degi seinna.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar, Lazio er í öðru sæti og Inter er í því þriðja. Ekki hefur verið leikið í ítölsku deildinni í tvo mánuði.
Athugasemdir
banner
banner