þri 18. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst skrítin ákvörðun að útnefna Coady mann leiksins
Conor Coady.
Conor Coady.
Mynd: Getty Images
Tottenham vann 2-0 sigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag.

Þrátt fyrir að Tottenham vann sannfærandi sigur þá var Conor Coady, miðvörður Wolves, valinn maður leiksins hjá Sky Sports.

Ryan Mason, stjóri Tottenham, fékk fréttir um að Coady hefði verið útnefndur maður leiksins og var hann hissa.

„Dele (Alli) var maður leiksins að mínu mati. Það er skrýtið að útnefna miðvörð úr liði sem fékk á sig tvö mörk og meira en tíu skot á markið," sagði Mason hissa.

„Við vorum betra liðið og vorum með betri einstaklinga inn á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner