Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 21:34
Elvar Geir Magnússon
Ekroth með vígalega grímu gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski varnarjaxlinn Oliver Ekroth hjá Víkingi spilar með vígalega grímu gegn Val í stórleiknum sem er í gangi á N1-vellinum á Hlíðarenda.

Ekroth fór af velli snemma leiks í bikarsigri gegn Fylki á dögunum eftir að hafa nefbrotnað.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir leikinn gegn Fylki.

Það er búið að smíða þessa fallegu grímu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Staðan á Hlíðarenda er annars 1-2 þegar þessi frétt er skrifuð en Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net textalýsir leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner