Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ryan Bertrand leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Ryan Bertrand hefur tilkynnt að leikmannaferli sínum sé lokið. Sky Sports fjallar um það í dag. Bertrand er fyrrum leikmaður Chelsea og enska landsliðsins.

Hans stærsta stund á ferlinum var líklega úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2012 sem hann byrjaði nokkuð óvænt á kantinum og Chelsea náði að harka út sigur gegn Bayern Munchen.

Bertrand hefur verið án félags í eitt ár eftir að hafa yfirgefið Leicester þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni síðasta sumar.

Bertrand er 34 ára og höfðu árin á undan mikið einkennst af meiðslum og lék hann einungis 11 leiki fyrir Leicester.

Vinstri bakvörðurinn lék með Chelsea, Bournemouth, Oldham, Norwich, Reading, Nottingham Forest, Aston Villa, Southampton og Leicester á sínum ferli og lék hann langflestu leikina fyrir Southampton.

Hann lék 19 landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hann tók einnig þátt í Ólympíuleikunum 2012 sem leikmaður Stóra Bretlands. Hann vann Meistaradeildina, enska bikarinn, Evrópudeildina og Samfélagsskjöldinn á sínum ferli og var valinn í lið ársins í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner