Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
   mið 18. júní 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var auðvitað í skýjunum með að hafa komið liðinu áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins er það lagði Þór, 2-0, á Kerecis vellinum á Ísafirði í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Frammistaða Vestra var fagmannleg að sögn Davíðs, en bæði mörk liðsins komu með sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum og náðu heimamenn að gera vel að sigla þessu heim.

„Sáttur að vera kominn áfram. Þetta eru snúnir leikir þessir bikarleikir, þannig maður er bara hrikalega sáttur með það og fagmannleg frammistaða frá Vestramönnum,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið frábær á tímabilinu og kom að báðum mörkum Vestra í kvöld. Davíð sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í frammistöðu Eiðs.

„Eiður er náttúrulega einn af bestu leikmönnum, og ég ætla að leyfa mér að segja það, landsins í augnablikinu og er á toppstað í sínu líkamlega atgervi svo það er ekkert sem kemur á óvart.“

Daði Berg Jónsson var ekki með Vestra í kvöld, en Davíð segir að hann hafi ákveðið að spara hann þar sem hann fann aðeins til fyrir leikinn.

„Við erum aðeins að spara hann. Daði fann eitthvað örlítið til, þannig bara spörum hann og vonandi verður hann klár á sunnudaginn,“ sagði Davíð í lokin.
Athugasemdir
banner