Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mið 18. júní 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var auðvitað í skýjunum með að hafa komið liðinu áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins er það lagði Þór, 2-0, á Kerecis vellinum á Ísafirði í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Frammistaða Vestra var fagmannleg að sögn Davíðs, en bæði mörk liðsins komu með sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum og náðu heimamenn að gera vel að sigla þessu heim.

„Sáttur að vera kominn áfram. Þetta eru snúnir leikir þessir bikarleikir, þannig maður er bara hrikalega sáttur með það og fagmannleg frammistaða frá Vestramönnum,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið frábær á tímabilinu og kom að báðum mörkum Vestra í kvöld. Davíð sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í frammistöðu Eiðs.

„Eiður er náttúrulega einn af bestu leikmönnum, og ég ætla að leyfa mér að segja það, landsins í augnablikinu og er á toppstað í sínu líkamlega atgervi svo það er ekkert sem kemur á óvart.“

Daði Berg Jónsson var ekki með Vestra í kvöld, en Davíð segir að hann hafi ákveðið að spara hann þar sem hann fann aðeins til fyrir leikinn.

„Við erum aðeins að spara hann. Daði fann eitthvað örlítið til, þannig bara spörum hann og vonandi verður hann klár á sunnudaginn,“ sagði Davíð í lokin.
Athugasemdir
banner