Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 18. ágúst 2022 22:47
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gunnar Heiðar: Vanvirðing við okkar vinnu
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar
Gunnar Heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi frammistaða var fyrir neðan allar hellur. Þetta var vanvirðing fyrir þá vinnu sem við höfum lagt inn seinustu tvo mánuði. Það hefur verið góður stígandi í okkur. Kórdrengir voru ákveðnari og vildu þetta meira. Ef þú mætir ekki til leiks í þessari deild þá er þér refsað.” Segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort þetta var andleysi. Við getum allavega alls ekki talað um vanmat. Þetta var meira það að við lögðum okkur ekki fram til að klára þetta”

Gengi Ísfirðinga hefur verið mjög upp og niður í sumar og stöðugleikinn ekki verið mikill.

„Það var í byrjun tímabils fannst mér. Það hefur verið mikið rót á þessu öllu saman hjá okkur. Við höfum reynt að finna okkar takt en seinustu tvo mánuði höfum við verið frábærir og góður stígandi í okkur. Hérna lendum við hinsvegar aftur í þeim pakka sem við vorum í í byrjun móts. Það er fyrir neðan allar hellur.”

Næsti leikur Vestra er heimaleikur gegn Fjölni.

„Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar maður drullar svona í brækurnar þá vill maður spila sem fyrst aftur til að réttlæta það að maður sé góður leikmaður. Ég ætla rétt að vona að mínir menn mæta í þann leik eins og á að gera”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner